Erlent

Gloria Vanderbilt látin 95 ára gömul

Pálmi Kormákur skrifar
Gloria Vanderbilt lést á heimili sínu í New York.
Gloria Vanderbilt lést á heimili sínu í New York. Nordicphotos/Getty

Tískuhönnuðurinn, listamaðurinn og rithöfundurinn Gloria Vanderbilt lést á mánudagsmorgun 95 ára að aldri. Þessu er greint frá á vef CNN en sonur hennar, Anderson Cooper, er án efa einn þekktasti þáttastjórnandi miðilsins og var það þess vegna viðeigandi að Cooper flutti fréttina sjálfur fyrir CNN, fyrst allra fréttaveita.

Vanderbilt lést á heimili sínu í New York, umkringd vinum og ættingjum, eftir baráttu við magakrabbamein, að sögn Coopers.

Gloria Vanderbilt var barnabarn eins mest áberandi viðskipta­jöfurs 19. aldarinnar, Cornelius Vanderbilt, og erfði hún auð hans og eignir.

„Hún var 95 ára gömul en ef þú spyrð þá sem voru nánir henni verður þér sagt að hún hafi verið yngsta manneskjan sem þeir þekktu, sú svalasta og nútímalegasta,“ bætti Cooper við.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.