Innlent

Utan­vega­aksturinn ekki eins­dæmi

VÁ skrifar
Alexander Tikhomirov festi jeppa sem hann var með á leigu þegar hann ók utan vegar við Mývatn.
Alexander Tikhomirov festi jeppa sem hann var með á leigu þegar hann ók utan vegar við Mývatn. /LÖGREGLUSTJÓRINN Á NORÐURLANDI EYSTRA

Alexander Tikh­omirov, sem varð landsfrægur fyrir að festa Land Cruiser jeppa í aur, í Bjarnarflagi í Mývatnssveit, fyrr í mánuðinum hefur nú birt myndband af Íslandsferð sinni þar sem hann sést gera ýmsa ólöglega eða óæskilega hluti.

Í myndbandinu sést Tikh­omirov meðal annars keyra utan vega, leggja ólöglega á þjóðvegi eitt og ganga á afgirtum svæðum. Bæði á svæði sem verið er að vernda fyrir ágangi og á afgirtu hverasvæði.

Einnig birtir Alexander mynd af því þegar hann á í orðaskiptum við lögregluna vegna utanvegaakstursins og þegar grafa kemur akandi til þess að ná bílnum upp.

Um 25 þúsund höfðu horft á myndbandið þegar Fréttablaðið fór í prentun og það á einungis tveimur dögum. Myndbandið gefur afar skakka mynd af því hvernig ber að umgangast íslenska náttúru og aksturslagi á vegum landsins.

Landeigendur í Mývatnssveit hafa gert tveggja milljóna króna fjárkröfu á hendur Tikhomirov vegna skemmdanna samkvæmt fréttastofu Vísis. Tikhomirov hlaut einnig sekt fyrir utanvegaaksturinn upp á 450 þúsund krónur.


Tengdar fréttir

„Enginn sagði mér að utanvegaakstur væri ólöglegur“

Rússneski ferðamaðurinn sem gerðist sekur um utanvegaakstur við Bjarnarflag í Mývatnssveit um helgina hefur tjáð sig um athæfið. Hann segist ekki hafa gert sér grein fyrir að utanvegaakstur væri ólöglegur á Íslandi, hópur hans hafi orðið fyrir aðkasti vegna málsins auk þess sem að hann gagnrýnir þá sem farið hafa hörðum orðum um hann á samfélagsmiðlum vegna málsins.

Staðgreiddi 450 þúsund króna sekt vegna utanvegaaksturs

Rússneska samfélagsmiðlastjarnan sem gripin var við utanvegaakstur í grennd við Jarðböðin í Mývatnssveit var sektuð um 450 þúsund krónur. Sektin var staðgreidd á lögreglustöðinni á Akureyri fyrr í dag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.