Innlent

Utan­vega­aksturinn ekki eins­dæmi

VÁ skrifar
Alexander Tikhomirov festi jeppa sem hann var með á leigu þegar hann ók utan vegar við Mývatn.
Alexander Tikhomirov festi jeppa sem hann var með á leigu þegar hann ók utan vegar við Mývatn. /LÖGREGLUSTJÓRINN Á NORÐURLANDI EYSTRA
Alexander Tikh­omirov, sem varð landsfrægur fyrir að festa Land Cruiser jeppa í aur, í Bjarnarflagi í Mývatnssveit, fyrr í mánuðinum hefur nú birt myndband af Íslandsferð sinni þar sem hann sést gera ýmsa ólöglega eða óæskilega hluti.

Í myndbandinu sést Tikh­omirov meðal annars keyra utan vega, leggja ólöglega á þjóðvegi eitt og ganga á afgirtum svæðum. Bæði á svæði sem verið er að vernda fyrir ágangi og á afgirtu hverasvæði.

Einnig birtir Alexander mynd af því þegar hann á í orðaskiptum við lögregluna vegna utanvegaakstursins og þegar grafa kemur akandi til þess að ná bílnum upp.

Um 25 þúsund höfðu horft á myndbandið þegar Fréttablaðið fór í prentun og það á einungis tveimur dögum. Myndbandið gefur afar skakka mynd af því hvernig ber að umgangast íslenska náttúru og aksturslagi á vegum landsins.

Landeigendur í Mývatnssveit hafa gert tveggja milljóna króna fjárkröfu á hendur Tikhomirov vegna skemmdanna samkvæmt fréttastofu Vísis. Tikhomirov hlaut einnig sekt fyrir utanvegaaksturinn upp á 450 þúsund krónur.




Tengdar fréttir

„Enginn sagði mér að utanvegaakstur væri ólöglegur“

Rússneski ferðamaðurinn sem gerðist sekur um utanvegaakstur við Bjarnarflag í Mývatnssveit um helgina hefur tjáð sig um athæfið. Hann segist ekki hafa gert sér grein fyrir að utanvegaakstur væri ólöglegur á Íslandi, hópur hans hafi orðið fyrir aðkasti vegna málsins auk þess sem að hann gagnrýnir þá sem farið hafa hörðum orðum um hann á samfélagsmiðlum vegna málsins.

Staðgreiddi 450 þúsund króna sekt vegna utanvegaaksturs

Rússneska samfélagsmiðlastjarnan sem gripin var við utanvegaakstur í grennd við Jarðböðin í Mývatnssveit var sektuð um 450 þúsund krónur. Sektin var staðgreidd á lögreglustöðinni á Akureyri fyrr í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×