Enski boltinn

Diop falur fyrir 60 milljónir punda

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Diop spilaði 38 leiki fyrir West Ham á síðasta tímabili
Diop spilaði 38 leiki fyrir West Ham á síðasta tímabili vísir/getty

West Ham er tilbúið til þess að láta miðvörðinn Issa Diop fara fyrir 60 milljónir punda samkvæmt heimildarmanni Sky Sports.

Manchester United hefur áhuga á varnarmanninum og telur hann ódýrari valkost í vörnina heldur en Harry Maguire og Kalidou Koulibaly.

West Ham heldur því þó fastlega fram opinberlega að leikmaðurinn sé ekki til sölu.

Tilboð upp á 45 milljónir punda auk leikmanns hefur verið rætt, en félögin koma sér ekki saman um það hvaða leikmaður það ætti að vera.

Diop á fjögur ár eftir af samningi sínum við West Ham og er ánægður í herbúðum Hamranna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.