Innlent

Farið að kólna og mögu­leiki á snjó­komu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Það eru ekki margar tveggja stafa tölur á kortinu í dag.
Það eru ekki margar tveggja stafa tölur á kortinu í dag. veðurstofa íslands

Nú er farið að kólna lítillega á landinu og verður hitinn ekki mikið yfir frostmarki að næturlagi á Norðausturlandi að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Þá verður úrkoma mögulega í formi slyddu eða snjókomu á heiðum norðaustan til í dag en annars eru líkur á skúrum um mest allt land nema á vestanverðu landinu þar sem verður þurrt og bjart. Þá er ekki að sjá neina úrkomu í kortunum á vestanverðu landinu en þar hafa verið miklir þurrkar og óvissustigi verið lýst yfir vegna hættu á gróðureldum.

„Útlit vikunnar er keimlíkt, ekki jafn mikið um tveggja stafa hitatölur og hefur verið, úrkoma fyrir norðan og austan en þurrt vestan til. Helgin lítur ágætlega út. Bjartara veður á mest öllu landinu, hægur vindur og hiti 10 til 18 stig, líka á Norður- og Austurlandi,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Veðurhorfur á landinu:

Norðlæg átt 5-13 m/s, hvassast vestan til. Skýjað og skúrir um mest allt land en þurrt að kalla og bjart að mestu um landið vestanvert. Léttir til á Suðurlandi þegar líður á daginn. Heldur hægari vindur á morgun. Hiti 4 til 14 stig, svalast fyrir norðan.

Á miðvikudag og fimmtudag:
Norðan 5-10 m/s og lítilsháttar súld eða rigning norðan- og austanlands og hiti 2 til 9 stig, en annars skýjað með köflum, yfirleitt þurrt og hiti 7 til 13 stig.

Á föstudag (sumarsólstöður):
Norðlæg átt 5-10 m/s. Rigning norðaustan- og austan til á landinu, en annars skýjað með köflum og þurrt. Hiti 6 til 15 stig, hlýjast á Suðurlandi.

Á laugardag:
Fremur hæg vestlæg eða breytilega átt. Skýjað með köflum og stöku síðdegisskúrir. Hlýnar í veðri.

Á sunnudag og mánudag:
Útlit fyrir hæga suðvestlæga eða breytilega átt. Bjart með köflum og hiti 10 til 18 stig á öllu landinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.