Körfubolti

Golden State keypti auglýsingu til að óska Toronto til hamingju

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Frá meistarafögnuðinum í miðborg Toronto í gær.
Frá meistarafögnuðinum í miðborg Toronto í gær. vísir/getty

Golden State Warriors keypti heilsíðu auglýsingu í dagblaðinu Toronto Star til að óska nýkrýndum NBA-meisturum Toronto Raptors til hamingju með titilinn.

Toronto vann Golden State í úrslitum NBA-deildarinnar, 4-2, og tryggði sér fyrsta meistaratitilinn í sögu félagsins. Um leið kom Toronto í veg fyrir að Golden yrði meistari þriðja árið í röð.

Auglýsingin sem Golden State keypti birtist í Toronto Star í gær, sama dag og meistarafögnuður Raptors fór fram á götum Toronto.


Talið er að ein og hálf milljón manns hafi verið samankomin í miðborg Toronto í gær til að fagna NBA-meisturunum nýkrýndu.

Fjórir urðu fyrir skoti á meðan meistarafögnuðinum stóð en meiðsli þeirra eru ekki talin lífshættuleg. Þrír voru handteknir vegna skotárásarinnar.

NBA

Tengdar fréttir

Skotárás í meistarafögnuði Toronto Raptors

Talið er að tveir hafi orðið fyrir skoti í miðborg Toronto í Kanada í dag. Mikill fjöldi fólks var þar samankomin til að fagna fyrsta NBA titli körfuboltaliðs borgarinnar Toronto Raptors.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.