Aníta: Kominn tími á að hlaupa á undir tveimur mínútum

Hlaupakonan Aníta Hinriksdóttir var gestur í þættinum GYM sem sýndur er á Stöð 2.
Þar ræddi hún við Birnu Maríu um markmið sín. Eitt þeirra er að hlaupa 800 metra á undir tveimur mínútum.
„Besti tíminn minn er tvær mínútur og fimm sekúndubrot. Viku seinna hljóp ég á tveimur mínútum og sex sekúndubrotum. Það er alveg kominn tími á að hlaupa undir tveimur mínútum. Það verður veisla þegar það gerist og það er markmiðið,“ sagði Aníta.
Hún tók þátt á Ólympíuleikunum í Ríó 2016 og dreymir um að komast á næstu Ólympíuleika sem verða haldnir í Tókýó á næsta ári.
„Ólympíuleikarnir eru draumurinn hjá öllu íþróttafólki. Stefnan er sett á að komast á leikana 2020. En drauma drauma markmið væri að komast í úrslit,“ sagði Aníta.
Brot úr þættinum má sjá hér fyrir neðan.