Enski boltinn

Skoraði á Laugardalsvelli og er nú orðaður við Liverpool

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Toköz í kapphlaupi við Jón Daða Böðvarsson á Laugardalsvelli
Toköz í kapphlaupi við Jón Daða Böðvarsson á Laugardalsvelli vísir/daníel
Liverpool fylgist náið með tyrkneska miðjumanninum Dorukhan Toköz hjá Besiktas og undirbúa tilboð í hann samkvæmt því sem fram kemur í erlendum fjölmiðlum í dag.

Tyrkneski miðillinn Fotomac segir Liverpool fylgjast með Toköz en Jurgen Klopp fær samkeppni frá Udinese um 23 ára miðjumanninn.

Ítalska félagið á að hafa boðið 7 milljónir evra í leikmanninn en Besiktas vill fá 10 milljónir punda fyrir hann.

Gurler Akgun, sérfræðingur BeIN Sports í málum Besiktas, segir Liverpool undirbúa tilboð í tyrkneska landsliðsmanninn.

Toköz hefur verið hjá Besiktas síðan í fyrra en hann byrjaði meistaraflokksferil sinn hjá uppeldisfélaginu Eskisehirspor.

Hann tók sín fyrstu spor með tyrkneska A-landsliðinu í leik í undankeppni EM gegn Albaníu í mars og skoraði sitt fyrsta landsliðsmark á Laugardalsvelli fyrir viku síðan þegar hann gerði eina mark Tyrkja í 2-1 sigri Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×