Fótbolti

Valur mætir Maribor í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ólafur Karl Finsen og félagar fara til Slóveníu.
Ólafur Karl Finsen og félagar fara til Slóveníu. vísir/daníel

Valur mætir Maribor frá Slóveníu í fyrstu umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu, en dregið var í höfuðstöðvum UEFA í Sviss í dag.

Valsmenn byrja á Hlíðarenda 9. eða 10. júlí og spila svo seinni leikinn ytra 16. eða 17. júlí.

Maribor ætti að vera íslenskum fótboltaáhugamönnum nokkuð kunnugt en liðið mætti FH í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildarinnar árið 2017. Þar höfðu Slóvenarnir betur, unnu báða leikina 1-0. 

Maribor hefur sjö sinnum á síðustu tíu árum orðið slóvenskur meistari. Maribor komst í riðlakeppni Meistaradeildarinnar árið 2017 og 2014. Fyrstu ár þessa áratugar var liðið reglulegur gestur í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Astana, nýtt félag Rúnars Más Sigurjónssonar, mætir rúmenska liðinu CFR Cluj. Kolbeinn Sigþórsson og félagar í AIK spila við Ararat-Armenia. BATE Borisov með Willum Þór Willumsson innanborðs mætir Piast Gliwice.

Skosku meistararnir í Celtic mæta FC Sarajevo og Heimir Guðjónsson fer með lærisveina sína í HB Þórshöfn til Helsinki.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.