Innlent

22 tonna skip strand við Stykkis­hólm

Atli Ísleifsson skrifar
Tilkynning barst klukkan 12:30.
Tilkynning barst klukkan 12:30. vísir/vilhelm

Björgunarsveitir á norðanverðu Snæfellsnesi voru kallaðar út skömmu eftir hádegi í dag vegna skips sem hafði strandað fyrir utan Stykkishólm.

Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg segir að skipið sé staðsett um 1,5 sjómílu frá bænum, nærri Hvítabjarnarey. Er skipið 22 tonna fjölveiðiskip.

„Björgunarbátur frá Stykkishólmi var komin á vettvang stuttu síðar, staðan um borð er góð og engin slasaður. Björgunarskipið Björg frá Rifi er einnig á leiðinni á vettvang ásamt öðrum nærtækum skipum. Allt bendir til þess að beðið verði eftir flóði til að losa bátinn af strandstað,“ segir í tilkynningunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.