Innlent

Mjaldrarnir lagðir af stað til Íslands

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Mjaldrarnir fljúga nú til landsins.
Mjaldrarnir fljúga nú til landsins. Vísir/HJALTI

Mjaldrasysturnar Litla-Grá og Litla-Hvít eru lagðar af stað til Íslands flugleiðina frá Kína. Boeing 747-þotan sem flytur mjaldrana lagði af stað á fjórða tímanum í nótt, að íslenskum tíma, og er væntanleg hingað til lands um klukkan tvö í dag.

Er það örlítið seinna en upprunlega var gert ráð ráð fyrir, en það skýrist af smávægilegum breytingum á flugáætlun dagsins að sögn skipuleggjenda.

Stefnt hafði verið að því að systurnar kæmu hingað til lands í apríl en flutningunum var frestað vegna veðurs og slæmra aðstæðna í Landeyjahöfn. Áður en hvalirnir rata á endanlegan áfangastað sinn í Klettsvík við Vestmannaeyjar munu þeir dvelja í stórri hvalalaug til að venjast aðstæðum.

Með því að smella hér má fylgjast með flugi þotunnar sem flytur mjaldrana til landsins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.