Sport

Khabib snýr aftur í búrið í september

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það verður mikið áhorf á þennan bardaga hjá Khabib.
Það verður mikið áhorf á þennan bardaga hjá Khabib. vísir/GETTY

UFC staðfesti í gær risabardaga á milli Khabib Nurmagomedov og Dustin Poirier. Þetta verður fyrsti bardagi Khabib síðan hann pakkaði Conor McGregor saman.

Bardaginn mun fara fram þann 7. september í Abu Dhabi. Khabib hefur unnið alla 27 bardaga sína á ferlinum og er að klára bann sem hann fékk fyrir lætin eftir bardagann gegn Conor.

Andstæðingur hans er hinn kröftugi Poirier sem er bráðabirgðameistari í léttvigtinni. Poirier sigraði Max Holloway í eftirminnilegum bardaga í apríl og verður mjög áhugavert að sjá hann taka á Rússanum ósigrandi.MMA

Tengdar fréttir

Khabib berst aldrei aftur í Las Vegas

Rússinn Khabib Nurmagomedov er mjög ósáttur við bannið sem vinir hans fengu frá íþróttasambandi Nevada í gær. Umboðsmaður hans segir að hann berjist aldrei aftur í Las Vegas.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.