Íslenski boltinn

Fram sótti sigur til Njarðvíkur

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Framarar stukku hátt upp töfluna
Framarar stukku hátt upp töfluna fréttablaðið/sigtryggur

Fram lyfti sér upp í annað sæti Inkassodeildar karla með sigri á Njarðvík suður með sjó í fyrsta leik sjöttu umferðar.

Gestirnir í Fram byrjuðu leikinn betur en náðu ekki að koma marki í leikinn og var staðan 0-0 þegar flautað var til hálfleiks á Rafholtsvellinum í Njarðvík.

Á 63. mínútu náði Helgi Guðjónsson að brjóta ísinn þegar hann potaði fyrirgjöf inn í teiginn í netið af stuttu færi. Njarðvík sótti stíft eftir markið og áttu meðal annars skot í stöngina en inn fór boltinn ekki, lokatölur 0-1 fyrir Fram.

Sigurinn þýðir að Fram fer í 11 stig og stekkur upp úr sjötta sætinu í annað sætið. Öll hin liðin eiga þó eftir að leika sína leiki í sjöttu umferðinni svo Framarar gætu dottið niður töfluna aftur eftir því sem líður á helgina. Njarðvík er í áttunda sæti með sjö stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.