Innlent

Fengu jarð­ýtu til að aðstoða við sinubrunann

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Bruninn var töluverður.
Bruninn var töluverður. Alex Elí Schweitz Jakobsson
Það tók um fjóra klukkutíma fyrir slökkvilið höfuðborgarsvæðisins að ráða að niðurlögum elds sem kom upp í sinu nærri Hafnarfirði og Garðabæ í gærkvöldi. Útkall vegna brunans kom á milli klukkan tíu og hálfellefu og stóð slökkvistarf til klukkan að verða tvö í nótt að sögn varðstjóra.

Fékk slökkviliðið jarðýtu til þess að aðstoða sig við að slökkva eldinn en landslag á svæðinu þar sem bruninn kom upp er erfitt, mikið um þúfur og var þurrkurinn orðinn svo mikill í þúfunum að eldurinn var farinn að ná að læsa sig í jarðveginn.

Við svona aðstæður er jarðýta fengin til þess að kæfa eldinn með því að keyra yfir og traðka niður það svæði þar sem eldurinn kraumar. Ekki liggur fyrir hver upptök eldsins eru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×