Innlent

Bein út­sending: Lýð­heilsu­vísar Reykja­víkur­borgar

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Á meðal þess sem fjallað er um í lýðheilsuvísunum er umhverfi og innviðir en þar undir falla göngu- og hjólastígar í borginni. Þessir hlauparar nýtu sér einn slíkan stíg í Öskjuhlíðinni í blíðunni fyrr í vikunni.
Á meðal þess sem fjallað er um í lýðheilsuvísunum er umhverfi og innviðir en þar undir falla göngu- og hjólastígar í borginni. Þessir hlauparar nýtu sér einn slíkan stíg í Öskjuhlíðinni í blíðunni fyrr í vikunni. vísir/vilhelm
Reykjavíkurborg kynnir í dag lýðheilsuvísa borgarinnar en þeir eru safn mælikvarða sem gefa vísbendingar um heilsu og líðan borgarbúa og heilsueflandi aðstöðu í borginni.

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að vísarnir verði meðal annars notaðir til að upplýsa stefnumótun í lýðheilsu hjá Reykjavíkurborg og sem hluti af því að setja mælanleg markmið í lýðheilsumálum.

„Lýðheilsuvísarnir voru unnir í samvinnu við Embætti landlæknis og Rannsóknir og greiningu með lýðheilsuvísa Embættis landlæknis á landsvísu til hliðsjónar, og þeir þróaðir áfram fyrir borgina.  Við valið var leitast við að velja vísa sem saman gefa heildstæða, raunsæja og lýsandi mynd af heilsu í Reykjavík og tengja heilsu við verk- og valdsvið borgarinnar.

Lýðheilsuvísarnir eru í fjórum hlutum; íbúar, lifnaðarhættir, heilsa og umhverfi og innviðir. Þessir hlutar eru sambærilegir við flokkun lýðheilsuvísa Embættis landlæknis á landsvísu en bætt hefur verið við fjórða flokknum, „Umhverfi og innviðir“, þar sem t.d. eru birtar upplýsingar um lengd göngu- og hjólastíga, aðgengi að grænum svæðum og fjölda bekkja í borginni,“ segir í tilkynningu Reykjavíkurborgar.

Sérstakur morgunverðarfundur er haldinn í Tjarnarsal Ráðhússins þar sem fjallað verður um lýðheilsuvísana og er bein útsending frá fundinum í spilaranum hér fyrir neðan. Fundurinn hefst klukkan 8:30.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×