Íslenski boltinn

ÍBV hafði betur í Kórnum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Cloe í leik með ÍBV.
Cloe í leik með ÍBV. vísir/Ernir

ÍBV vann þægilegan sigur á HK/Víking í sjöttu umferð Pepsi Max deildar kvenna í fótbolta.

Cloe Lacasse kom gestunum úr ÍBV yfir í Kórnum á 23. mínútu leiksins en Guðrún Gyða Haralz jafnaði metin aðeins tveimur mínútum seinna.

Kristín Erna Sigurlásdóttir kom gestunum aftur yfir á 33. mínútu eftir varnarmistök heimakvenna.

Í seinni hálfleik fékk ÍBV víti þegar brotið var á Lacasse innan vítateigs. Hún fór sjálf á punktinn og skoraði. Verkefnið varð enn erfiðara fyrir HK/Víking þegar Eygló Þorsteinsdóttir fékk rautt spjald á 75. mínútu.

Eyjakonur nýttu liðsmuninn ekki til þess að setja fleiri mörk en sigldu heim þægilegum sigri.

ÍBV er nú komið með níu stig í deildinni líkt og Stjarnan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.