Íslenski boltinn

Elín Metta valtaði yfir Fylki

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Elín Metta í leik með Val í sumar
Elín Metta í leik með Val í sumar vísir/bára

Valur valtaði yfir Fylki og hrifsaði toppsæti Pepsi Max deildarinnar aftur af Breiðabliki í lokaleik sjöttu umferðar.

Hlín Eiríksdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir komu Valskonum í þægilega stöðu með sitt hvoru markinu snemma leiks. Þá tók Elín Metta Jensen leikinn yfir.

Fyrsta mark Elínar Mettu kom á 43. mínútu og var staðan 3-0 í hálfleik. Hún lék Fylkiskonur mjög grátt í seinni hálfleik, skoraði þar þrjú mörk og átti því í heildina fjögur af sex mörkum Vals í leiknum.

Valur fer því sem áður segir aftur á topp deildarinnar en bæði Valskonur og Breiðablik eru með fullt hús stiga. Valskonur eru hins vegar með betri markatölu, eftir þennan sigur er markatala þeirra 23-3 eftir sex umferðir.

Upplýsingar um úrslit og gang mála eru fengnar frá Fótbolta.net.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.