Fótbolti

Kane: Verður sárt í allt sumar

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Kane komst svo nálægt þeim eyrnastóra en fékk þó ekki að lyfta honum
Kane komst svo nálægt þeim eyrnastóra en fékk þó ekki að lyfta honum vísir/getty

Harry Kane segir að það muni taka allt sumarið að jafna sig á vonbrigðunum eftir töpin tvö sem hann þurfti að þola á síðustu dögum.

Kane var í liði Tottenham sem tapaði úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu fyrir Liverpool fyrir viku síðan og svo var hann mættur með enska landsliðinu í lokaúrslitakeppni Þjóðadeildarinnar þar sem England tapaði fyrir Hollandi í undanúrslitum.

„Þetta er mjög sárt,“ sagði Kane við BBC.

„Þessi vika hefði getað orðið allt öðruvísi og sem atvinnumaður í íþróttum þá er það sem þig dreymir um að ná í titla og vinna leiki.“

„Þetta mun verða sárt í allt sumar, svona vonbrigði eru ekki eitthvað sem þú getur bara hreinsað úr huganum. En það er mikilvægt fyrir mig og alla strákana að reyna að endurnæra líkama og sál eins vel og hægt er.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.