Formúla 1

Vettel á ráspól í Kanada

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Vettel á ferðinni í Kanada í dag
Vettel á ferðinni í Kanada í dag vísir/getty

Þýski ökuþórinn Sebastian Vettel verður á ráspól í kanadíska kappakstrinum í Formúlu 1 sem fram fer á Gilles Villenueve brautinni í Montreal á morgun.

Þetta er í 56.skipti á ferlinum sem Vettel er á ráspól en hann hafði ekki náð þeim áfanga í 17 kappökstrum í röð þegar kom að tímatökunni í Montreal í dag.

Heimsmeistarinn og forystusauðurinn Lewis Hamilton verður annar en liðsfélagi Vettel á Ferrari, Charles Leclerc þriðji. Liðsfélagi Hamilton á Mercedes, Valtteri Bottas, verður sjötti.

Kappaksturinn verður ræstur af stað klukkan 18:00 á morgun og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.