Sport

Guðbjörg Jóna vann 100 metra hlaupið í Svartfjallalandi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tiana Ósk og Guðbjörg Jóna á verðlaunapallinum.
Tiana Ósk og Guðbjörg Jóna á verðlaunapallinum. mynd/frí

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir hrósaði sigri í 100 metra hlaupi kvenna á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi.

Guðbjörg Jóna kom í mark á 11,79 sekúndum. Tiana Ósk Whitworth var önnur á 11,88 sekúndum.

Hlynur Andrésson fékk silfur í 5000 metra hlaupi karla. Hann kom í mark á 14:23,31 mínútu.

Í 5000 metra hlaupi kvenna fékk Andrea Kolbeinsdóttir bronsverðlaun. Ekki fékkst gildur tími úr hlaupinu því allir keppendur hlupu einum hring of mikið vegna mistaka við talningu hjá starfsmönnum mótsins.

María Rún Gunnlaugsdóttir fékk silfur í spjótkasti kvenna. Hún kastaði 46,72 metra.

Þá vann Guðni Valur Guðnason brons í kúluvarpi sem er ekki hans aðalgrein. Hann kastaði kúlunni 17,83 metra og bætti sig um 50 sentimetra.

Eftir fyrsta keppnisdaginn af þremur í frjálsíþróttakeppninni á Smáþjóðaleikunum er Ísland í 4. sæti yfir flest verðlaun. Kýpur og Lúxemborg eru með flest (8).

Guðni Valur fékk brons í kúluvarpi. mynd/frí


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.