Enski boltinn

Karla- og kvennalið Manchester City með sameiginlega skrúðgöngu í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fyrirliðiar Manchester City með bikarinn eða þau Vincent Kompany og  Steph Houghton.
Fyrirliðiar Manchester City með bikarinn eða þau Vincent Kompany og Steph Houghton. Vísir/SaMSETT/Getty
Það er gaman að vera stuðningsmaður Manchester City í dag og stuðningsmenn félagsins fá tækifæri til að fagna frábæru tímabili í Manchester á götum borgarinnar á eftir.  

Karlalið Manchester City tryggði sér sögulega heimaþrennu um helgina með sigri í ensku bikarkeppninni en það verður ekki bara karlaliðið sem ætlar að fagna með stuðningsmönnum sínum í dag.

Meistaraflokkar Manchester City unnu nefnilega sex titla á þessari leiktíð. Karlaliðið vann fjóra að Samfélagskildinum meðtöldum en kvennaliðið vann tvo. Bæði unnu þau ensku bikarkeppnina og enska deildabikarinn.





Bæði karla- og kvennalið Citu ætla að fagna góðum árangri saman í dag og er þetta til mikillar fyrirmyndar hjá Englandsmeisturunum.

Oftar en ekki þurfa konurnar að sætta sig við það að vera í skugganum af körlunum og sum af stærstu félögum Englands voru lengi ekki einu sinni með kvennalið. Það er allt saman að breytast sem betur fer og kvennafótboltinn í Englandi er farinn að fá mun meiri athygli á síðustu misserum.

Kvennalið Manchester City hefur lengi verið í fremstu röð. Liðið náði reyndar ekki að vinna enska titilinn í ár en vann báðar bikarkeppninnar. Þetta er önnur tvenna félagsins en liðið vann ensku deildina og enska deildabikarinn 2016.

Hér fyrir neðan má sjá hvar leið skrúðgöngunnar liggur í dag en hún hefst klukkan fjögur að breskum tíma eða klukkan þrjú að íslenskum tíma. Það verður örugglega hægt að fylgjast vel með henni á samfélagsmiðlum Manchester City.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×