Erlent

32 látnir eftir uppþot íslamskra öfgamanna í tadsísku fangelsi

Atli Ísleifsson skrifar
Uppþotið varð í öryggisfangelsi í bænum Vakhdat.
Uppþotið varð í öryggisfangelsi í bænum Vakhdat. Getty
Þrír fangaverðir og 29 fangar eru látnir eftir uppþot íslamskra öfgamanna í öryggisfangelsi í Tadsíkistan.

Frá þessu greinir í yfirlýsingu frá dómsmálaráðuneyti landsins að því er fram kemur í frétt Reuters. Þar segir að uppþotin hafi hafist í gær í fangelsinu í bænum Vakhdat, um tíu kílómetrum austur af höfuðborginni Dushanbe.

Einn upphafsmanna uppþotsins er sagður hafa verið Bekhruz Gulmurod, sonur Gulmurod Khalimov, ofusta í öryggissveitum Tadsíka sem sveikst undan merkjum og gekk til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS árið 2015. Gulmurod Khalimov hefur síðan verið drepinn í Sýrlandi.

Tadsíska dómsmálaráðuneytið segir að upphafsmenn uppþotsins hafi verið vopnaðir hnífum og drepið þrjá fangaverði og fimm fanga. 24 uppþotsmenn hafi svo verið drepnir af öryggissveitum þegar verið var að bæla uppþotið niður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×