Lífið kynningar

Hlaupaleið Color Run í Laugardal

The Color Run kynnir
Litahlaupið fer fram í Laugardal þann 1. júní.
Litahlaupið fer fram í Laugardal þann 1. júní.

Litahlaupið flytur sig um set í ár eftir að hafa verið í Hljómskálagarðinum og miðbæ Reykjavíkur síðustu fjögur ár. Í tilefni 5 ára afmælis hlaupsins verður hlaupið fært í Laugardalinn sem margir eru sammála um að sé eitt fallegasta hlaupasvæði landsins með fjölda stórskemmtilegra hlaupastíga. Hlaupið fer fram þann 1. júní.

Hlaupið hefst og endar á grassvæðinu til móts við Glæsibæ á milli Suðurlandsbrautar og Húsdýragarðs þar sem boðið verður upp á mikla fjölskylduskemmtun með tónlist, dansi og litapúðri þar sem meðal annars Friðrik Dór og JóiPé og Króli skemmta þátttakendum.

Hlaupaleiðin

Ræst er út frá aðalsvæðinu og hlaupið á göngu- og hjólastígum meðfram Suðurlandsbrautinni til móts við Reykjaveg og beygt til hægri samhliða Reykjavegi í átt að Laugardalsvelli, þar sem fyrsta litahlið hlaupsins er staðsett. Því næst er hlaupið meðfram Þróttaraheimilinu og beygt til vinstri í átt að Þvottalaugunum í Laugardal, í litla slaufu, áður en komið er að öðru litahliði hlaupsins sem staðsett er á stígnum ofan við Þvottalaugarnar.
Því næst er hlaupið umhverfis Grasagarðinn í átt að Holtavegi. Þegar komið er til móts við hús KFUM og KFUK er beygt til hægri umhverfis Húsdýragarðinn og er þriðja litahlið hlaupsins til móts við TBR heimilið. Við Engjaveg er beygt til hægri og hlaupið aftur inn í átt að Grasagarðinum meðfram Húsdýragarðinum og er fjórða litahliðið staðsett á sama stað og annað litahliðið, við Þvottalaugarnar. Þaðan er farið eftir stuttum stíg upp á Engjaveg sem hlaupinn er til austurs, framhjá Skautahöllinni í átt að aðalsvæðinu þar sem fimmta og síðasta litahlið hlaupsins verður við endamarkið.

Lokanir gatna

Lítið sem ekkert rask verður á bílaumferð umhverfis Laugardalinn á meðan að hlaupið fer fram því aðeins Engjavegur verður lokaður í báða enda, þ.e. við hringtorgið á gatnamótum Reykjavegar í vestri og á gatnamótum Suðurlandsbrautar í austri. Þá verður gatnamótum Engjavegar og Gnoðavogs einnig lokað fyrir framan TBR húsið.

Hjóla- og göngustígar neðan við Suðurlandsbraut og frá Laugardalsvelli framhjá Húsdýragarði, verða lokaðir fyrir almenna umferð á milli klukkan 10 og 15.

Afhending gagna í Smáralind

Afhending hlaupagagna fer fram í The Color Run búðinni sem verður opin í verslun Hagkaups í Smáralind, dagana 29. til 31. Maí. Opnunartími búðarinnar verður frá klukkan 10 og 19 miðvikudag, 12 til 18 fimmtudag (Uppstigningardagur) og 10 til 19 föstudag. 

Auk hlaupagagna má versla ýmiskonar The Color Run varning í búðinni til að gera upplifun af hlaupinu enn ánægjulegri. Aðstandendur hlaupsins hvetja alla miðahafa að sækja hlaupagögn sín tímanlega og þeir sem mæta í búðina á miðvikudeginum fá 20% afslátt af öllum Color Run varningi þann daginn.

Þessi kynning er unnin í samstarfi við Color Run.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.