Lífið

Fegraði Madonna Eurovision-flutning sinn eftir á?

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Madonna hefur átt betri daga á sviði en síðastliðinn laugardag.
Madonna hefur átt betri daga á sviði en síðastliðinn laugardag. Michael Campanella/Getty
Svo virðist sem bandaríska söngkonan Madonna hafi ákveðið að „fínpússa“ frammistöðu sína á úrslitakvöldi Eurovision þar sem hún lék listir sínar á meðan Evrópa kaus Holland til sigurs í keppninni.

Söngkonan hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir frammistöðu sína á úrslitakvöldinu en óhætt er að segja að hún hafi ekki verið upp á sitt besta þegar kom að því að halda lagi. Mörgum þótti söngur Madonnu vera nokkuð langt frá þeim gæðastuðli sem margir vita að í söngkonunni býr.



 

 



Eitthvað virðist poppdívan sjálf hafa verið óánægð með flutning sinn en myndbandi af atriði hennar á stóra sviðinu hefur nú verið hlaðið upp á opinbera YouTube-rás hennar. Söngurinn í því myndbandi er þó töluvert frábrugðinn því sem söngkonan bauð upp á í beinni Eurovision-útsendingu á laugardaginn.

Hér að neðan má sjá tvö myndbönd. Það fyrra er myndband af YouTube-rás Madonnu, en það seinna af beinu útsendingunni frá atriðinu. Ljóst er að átt hefur verið við hljóðið í seinna myndbandinu með einhverjum hætti og söngur Madonnu fegraður. Sjón, eða hlustun í þessu tilviki, er sögu ríkari.

Af YouTube-rás Madonnu:





Úr beinni útsendingu frá Eurovision:




Tengdar fréttir

Viðtal við Madonnu tekið upp fyrir fram

Söngkonan Madonna kemur fram á Eurovision í Tel Aviv í kvöld. Tilkynnt hefur verið að hún muni flytja tvö lög en ekki lá ljóst fyrir fyrr en á fimmtudaginn að Madonna kom fram vegna ágreinings hennar við skipuleggjendur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×