Innlent

Umferðartafir eftir sex bíla árekstur

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Áreksturinn varð á vinstri akrein.
Áreksturinn varð á vinstri akrein. Vísir/BEB

Sex bíla árekstur varð á Kringlumýrarbraut við Bústaðaveg á níunda tímanum í morgun.

Umferðin raskaðist töluvert og er unnið að því að flytja bílana af vettvangi. 

Sjúkra- og slökkviliðsbílar voru ræstir út vegna árekstursins, en tveir einstaklingar hlutu minniháttar meiðsl.

Uppfært klukkan 11:30:
Í tilkynningu lögreglunnar um áreksturinn segir að tilkynning um harðan sex bíla árekstur hafi borist embættinu um klukkan 8:30 í morgun. Einhver slys urðu á ökumönnum og farþegum en þau eru þó ekki talin alvarleg.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.