Íslenski boltinn

Tíu leikmenn KR kláruðu ÍBV

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bojana Besic er þjálfari KR.
Bojana Besic er þjálfari KR. mynd/kr

KR náði í sín fyrstu stig í Pepsi Max-deild kvenna er liðið vann 2-1 sigur á ÍBV í fjórðu umferð deildarinnar í kvöld.

Leikið var á Meistaravöllum í Vesturbænum en Lilja Dögg Valþórsdóttir kom KR yfir strax á sjöttu mínútu leiksins.

Laufey Björnsdóttir fékk sitt annað gula spjald á 37. mínútu og KR-ingar voru því einum færri en þær tvöfölduðu þó forystuna á 45. mínútu er Ingunn Haraldsdóttir skoraði.

Það var markamaskínan Cloé Lacasse sem minnkaði muninn tólf mínútum fyrir leikslok en nær komust Eyjastúlkur ekki og 2-1 sigur KR urðu lokatölurnar.

KR og ÍBV eru bæði með þrjú stig eftir fyrstu fjóra leikina en liðin eru í áttunda og níunda sæti deildarinnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.