Enski boltinn

Sjáðu hvað Manchester City stjörnurnar gerðu við Englandsbikarinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sergio Aguero var nú ekki að handleika þennan bikar í fyrsta sinn á ferlinum.
Sergio Aguero var nú ekki að handleika þennan bikar í fyrsta sinn á ferlinum. Getty/Michael Regan/

Manchester City tryggði sér enska meistaratitilinn annað árið í röð á dögunum og bætti síðan enska bikarnum við viku síðar.

Margir höfðu aftur á móti áhyggjur af enska meistarabikarnum eftir að myndir fóru að birtast á netinu.

Um tíma leit út fyrir að leikmenn Manchester City hefðu hreinlega eyðilagt bikarinn í fagnaðarlátum sínum en nú hefur félagið komið fram með allan sannleikinn í málinu.

Hér fyrir neðan má sjá myndband frá Manchester City sem segir alla söguna en þar má sjá stórstjörnurnar Sergio Aguero og Kevin De Bruyne láta mynda sig með bikarinn í hópi stuðningsmanna City.  


Nokkrir grunlausir stuðningsmenn Man. City voru þarba fórnarlömb í stórkostlegum hrekk þar sem stórstjörnur Man. City, Sergio Aguero og Kevin De Bruyne, voru í aðalhlutverki.

Hópi stuðningsmanna hafði verið boðið í heimsókn til þess að sjá bikarinn og hitta stjörnurnar. Stór stund hjá þeim. Stuðningsmennirnir vissu þó ekki að þeir voru að ganga inn í hrekk þar sem allt var myndað eins og sést hér fyrir ofan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.