Íslenski boltinn

Fjögur gul spjöld í fimm leikjum og fyrirliðinn kominn í bann

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Haukur Páll Sigurðsson verður ekki með á móti Breiðabliki.
Haukur Páll Sigurðsson verður ekki með á móti Breiðabliki. vísir/bára

Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Íslandsmeistara Vals, var úrskurðaður í eins leiks bann þegar að aga- og úrskurðarnefnd KSÍ kom saman í gær en miðjumaðurinn sterki er búinn að fá fjögur gul spjöld í fyrstu fimm umferðunum sem þýðir sjálfkrafa leikbann.

Haukur Páll er búinn að byrja alla leiki Valsliðsins sem hefur farið illa af stað og tapaði síðast fyrir FH, 3-2, í Kaplakrika á mánudagskvöldið en þar meiddist Haukur og var óvíst um þátttöku hans í næsta leik á móti Breiðabliki sem fram fer á sunnudagskvöldið.

Hvort sem hann verður klár í slaginn eða ekki fær hann ekki að taka þátt í leiknum vegna leikbannsins en Valur er með fjögur stig í níunda sæti og Blikar tíu stig í öðru sæti eftir tap gegn ÍA, 1-0, í síðustu umferð.

Felix Örn Friðriksson, varnarmaður ÍBV, verður einnig í banni þegar að ÍBV heimsækir KA á laugardaginn en hann fékk rautt spjald í 1-1 jafnteflinu á móti Víkingi í síðustu umferð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.