Handbolti

Hlaðvarpsstjórnendur orðnir þjálfari og leikmaður Gróttu

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Arnar Daði og Daði Laxdal semja.
Arnar Daði og Daði Laxdal semja. mynd/grótta

Grótta, sem að féll úr Olís-deild karla í handbolta í vetur, er að safna liði fyrir átökin í Grill 66-deildinni næsta vetur en það er nú búið að bæta við sig línu- og varnarmanninum Theodór Inga Pálmasyni sem uppalinn er hjá FH.

Theodór er fjall af manni og spilaði síðast með nýliðum Fjölnis í Olís-deildinni veturinn 2017/2018 en á þessari leiktíð hefur hann verið í fríi og einbeitt sér að handboltahlaðvarpinu Handkastið sem hefur notið mikilla vinsælda.

Meðstjórnandi hans í hlaðvarpsþættinum er Arnar Daði Arnarsson, 27 ára gamall uppalinn Haukamaður og fyrrverandi unglingalandsliðsmaður, sem lagði skóna snemma á hilluna og hefur þjálfað lengi hjá Val og unnið marga titla sem yngri flokka þjálfari.

Arnar Daði var einmitt ráðinn þjálfari Gróttunnar á dögunum og eru því báðir stjórnendur hlaðvarpsþáttarins mættir til Seltirninga og verða í lykilstöðum næsta vetur, Arnar á hliðarlínunni og Theodór á línunni.

Samhliða því að ráða Arnar Daða til starfa framlengdi félagið samninginn við Daða Laxdal en það er mikill styrkur fyrir Gróttu að halda honum í baráttunni í næst efstu deild.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.