Lífið

22 smáatriði sem þú mögulega tókst ekki eftir í lokaþættinum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Átta seríur búnar af Game of Thrones. Á dagskrá HBO er að gefa út þætti sem gerast nokkur þúsund árum á undan Game of Thrones.
Átta seríur búnar af Game of Thrones. Á dagskrá HBO er að gefa út þætti sem gerast nokkur þúsund árum á undan Game of Thrones.

Sjötti og síðasti þátturinn í áttundu þáttaröð Game Of Thrones var heimsfrumsýndur aðfaranótt mánudags og síðan var hann á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöldið.

Þátturinn hefur vakið ótrúlega mikla athygli og voru áhorfendur bæði ánægðir og ósáttir við lokaþáttinn. Game of Thrones er án efa einn allra vinsælasti þáttur sögunnar. Nítján milljónir Bandaríkjamanna horfðu á þáttinn á sunnudagskvöldið og er það met í sögu HBO.

Insider hefur nú tekið saman 22 atriði sem þú mögulega misstir af í þættinum. 

Þeir sem hafa ekki séð þáttinn ættu ekki að horfa á myndbandið hér að neðan. Hér má svo lesa umfjöllun Samúels Karls Ólasonar, fréttamanns Vísis, um þriðja þáttinn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.