Handbolti

Haukakonur missa hundrað marka konu til Þýskalands

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Maria Ines Da Silva Pereira er öflugur leikmaður.
Maria Ines Da Silva Pereira er öflugur leikmaður. vísir/ernir
Maria Ines spilar ekki með Haukum í Olís deild kvenna í handbolta á næstu leiktíð og er þetta mikill missir fyrir Haukaliðið.

Maria Ines hefur samið við þýska liðið HSG BAd Wildungen Vipers en það endaði í ellefta sæti í þýsku deildinni á síðasta tímabili.

Maria Ines hefur spilað undanfarin fjögur tímabil með Haukum og hefur verið í lykilhlutverki öll árin. Hún hefur brotið hundrað marka múrinn öll fjögur tímabilin.





Maria Ines Da Silva Pereira skoraði 104 mörk í 21 leik í Olís deildinni í vetur eða 4,9 mörk að meðaltali í leik. Hún var næstmarkahæsti leikmaður liðsins á eftir Bertu Rut Harðardóttur.

Maria Ines var með 137 mörk í 22 leikjum, 6,2 mörk að meðaltali í leik, þegar Haukarnir urðu deildarmeistarar vorið 2016.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×