Handbolti

Haukakonur missa hundrað marka konu til Þýskalands

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Maria Ines Da Silva Pereira er öflugur leikmaður.
Maria Ines Da Silva Pereira er öflugur leikmaður. vísir/ernir

Maria Ines spilar ekki með Haukum í Olís deild kvenna í handbolta á næstu leiktíð og er þetta mikill missir fyrir Haukaliðið.

Maria Ines hefur samið við þýska liðið HSG BAd Wildungen Vipers en það endaði í ellefta sæti í þýsku deildinni á síðasta tímabili.

Maria Ines hefur spilað undanfarin fjögur tímabil með Haukum og hefur verið í lykilhlutverki öll árin. Hún hefur brotið hundrað marka múrinn öll fjögur tímabilin.Maria Ines Da Silva Pereira skoraði 104 mörk í 21 leik í Olís deildinni í vetur eða 4,9 mörk að meðaltali í leik. Hún var næstmarkahæsti leikmaður liðsins á eftir Bertu Rut Harðardóttur.

Maria Ines var með 137 mörk í 22 leikjum, 6,2 mörk að meðaltali í leik, þegar Haukarnir urðu deildarmeistarar vorið 2016.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.