Tíska og hönnun

Fylgstu með Sophie Turner gera sig klára fyrir Met Gala

Stefán Árni Pálsson skrifar
Turner leikur eitt af aðalhlutverkunum í Game Of Thrones
Turner leikur eitt af aðalhlutverkunum í Game Of Thrones

Leikkonan Sophie Turner mætti á Met Gala í New York í upphafi mánaðarins og klæddist hún samfesting frá tískurisanum Louis Vuitton. Eins og margir vita leikur Turner Sansa Stark í Game of Thrones.

Á hverju ári taka stærstu stjörnurnar og færustu hönnuðir heims frá fyrsta mánudaginn í maí til að vera viðstödd Met Gala á Metropolitan Museum of Art safninu á Manhattan.

Nicolas Ghesquière hannaði samfestinginn en á YouTube má sjá myndband þar sem Turner gerir sig klára fyrir stóra kvöldið. Þar ræðir hún um Met Gala og hvaða þýðingu kvöldið hefur.

Hún mætti ásamt kærasta sínum Jonas Jonas sem er þekktastur fyrir það að vera í bandinu Jonas Brothers.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.