Enski boltinn

Lingard og Rashford reyndu að endurgera frægasta mark Solskjær fyrir United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ole Gunnar Solskjær með Meistaradeildarbikarinn.
Ole Gunnar Solskjær með Meistaradeildarbikarinn. Getty/Alex Livesey

Marcus Rashford og Jesse Lingard eru tvær að skærustu stjörnum Manchester United í dag, tveir enskir landsliðsmenn sem hafa stimplað sig inn í aðallið félagsins eftir að hafa komist upp í gegnum unglingastarfið.

Þeir voru ekki gamlir þegar knattspyrnustjórinn Ole Gunnar Solskjær upplifði sína stærstu stund sem leikmaður Manchester United.

Manchester United kláraði þrennuna 26. maí 1999 með 2-1 sigri á Bayern München í úrslitaleiknum sem var spilaður í Barcelona á Spáni.

Jesse Lingard var þá bara sex ára gamall og Marcus Rashford aðeins eins og hálfs árs. Lingard er fæddur í desember 1992 en Rashford í október 1997. Jesse Lingard kom til Manchester United átta ára gamall (2000) alveg eins og Marcus Rashford fimm árum síðar.

Sigurmark Manchester United í leiknum á móti Bayern vorið 1999 skoraði Ole Gunnar Solskjær á þriðju mínútu í uppbótatíma eftir að hafa komið inn á sem varamaður fyrir Andy Cole á 81. mínútu.

Annar varamaður, Teddy Sheringham, hafði jafnaði metin á fyrstu mínútu í uppbótatíma og það var líka Teddy Sheringham sem skallaði boltann á Solkjær í sigurmarkinu. Bæði mörkin komu eftir hornspyrnur frá David Beckham.

Á sunnudaginn verða liðin tuttugu ár frá því að Manchester United vann þennan dramatíska sigur og náði um leið þrennunni, varð enskur meistari, enskur bikarmeistarmeistari og Evrópumeistari meistaraliða.

Í tilefni af þessum tímamótum reyndu þeir Marcus Rashford og Jesse Lingard að endurgera þetta frægast mark Ole Gunnar Solskjær fyrir Manchester United og það má sjá útkomuna hér fyrir neðan.
Sigurmarkið í úrslitaleiknum 1999. Getty/Alain Gadoffre
Ole Gunnar Solskjær fagnar markinu sínu. Getty/Ben Radford
Getty/Ben Radford


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.