Enski boltinn

Lingard og Rashford reyndu að endurgera frægasta mark Solskjær fyrir United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ole Gunnar Solskjær með Meistaradeildarbikarinn.
Ole Gunnar Solskjær með Meistaradeildarbikarinn. Getty/Alex Livesey
Marcus Rashford og Jesse Lingard eru tvær að skærustu stjörnum ManchesterUnited í dag, tveir enskir landsliðsmenn sem hafa stimplað sig inn í aðallið félagsins eftir að hafa komist upp í gegnum unglingastarfið.

Þeir voru ekki gamlir þegar knattspyrnustjórinn Ole Gunnar Solskjær upplifði sína stærstu stund sem leikmaður ManchesterUnited.

ManchesterUnited kláraði þrennuna 26. maí 1999 með 2-1 sigri á BayernMünchen í úrslitaleiknum sem var spilaður í Barcelona á Spáni.

Jesse Lingard var þá bara sex ára gamall og Marcus Rashford aðeins eins og hálfs árs. Lingard er fæddur í desember 1992 en Rashford í október 1997. Jesse Lingard kom til ManchesterUnited átta ára gamall (2000) alveg eins og Marcus Rashford fimm árum síðar.

Sigurmark ManchesterUnited í leiknum á móti Bayern vorið 1999 skoraði Ole Gunnar Solskjær á þriðju mínútu í uppbótatíma eftir að hafa komið inn á sem varamaður fyrir AndyCole á 81. mínútu.

Annar varamaður, TeddySheringham, hafði jafnaði metin á fyrstu mínútu í uppbótatíma og það var líka TeddySheringham sem skallaði boltann á Solkjær í sigurmarkinu. Bæði mörkin komu eftir hornspyrnur frá David Beckham.

Á sunnudaginn verða liðin tuttugu ár frá því að ManchesterUnited vann þennan dramatíska sigur og náði um leið þrennunni, varð enskur meistari, enskur bikarmeistarmeistari og Evrópumeistari meistaraliða.

Í tilefni af þessum tímamótum reyndu þeir Marcus Rashford og Jesse Lingard að endurgera þetta frægast mark Ole Gunnar Solskjær fyrir ManchesterUnited og það má sjá útkomuna hér fyrir neðan.







Sigurmarkið í úrslitaleiknum 1999.Getty/Alain Gadoffre
Ole Gunnar Solskjær fagnar markinu sínu.Getty/Ben Radford
Getty/Ben Radford



Fleiri fréttir

Sjá meira


×