Handbolti

Þórey Rósa spilar hundraðasta landsleikinn sinn á Spáni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þórey Rósa skoraði fimm mörk.
Þórey Rósa skoraði fimm mörk. vísir/ernir

Axel Stefánsson, þjálfari kvennalandsliðsins í handbolta, hefur valið þá sextán leikmenn sem mæta Spáni í umspilsleikjum um laust sæti á HM í handbolta 2019.

Ísland mætir Spánverjum í Antequera á Spáni föstudaginn 31. maí nk. en seinni leikur liðanna fer fram í Laugardalshöllinni 6. júní kl. 19:00.

Stelpurnar okkar halda til Noregs á mánudaginn til undirbúnings fyrir leikina gegn Spáni og mætir liðið B landsliði Noregs þann 28. maí.

Hornamaðurinn Þórey Rósa Stefánsdóttir er í íslenska hópnum sem fyrr en hún hefur spilað 99 A-landsleiki á ferlinum og næsti leikur verður því númer hundrað. Leikur á móti b-landsliðið telst varla sem A-landsleikur og því ætti Þórey Rósa að spila inn hundraðasta landsleik á Spáni.

Arna Sif Pálsdóttir er eini leikmaður hópsins sem hefur spilað hundrað A-landsleiki en Karen Knútsdóttir er ekki langt frá. Karen hefur spilað 95 landsleiki samkvæmt upplýsingum frá HSÍ.

Rut Jónsdóttir var á góðri leið en er búin að vera lengi frá vegna meiðsli. Rut er nú komin aftur inn í liðið og ætti að spila sinn 90. landsleik á Spáni.


Íslenska kvennalandsliðið í handbolta í maí og júní 2019:

(Fyrir aftan nöfn leikmanna liðsins má sjá landsleiki og mörk fyrir Ísland (landsleikir/mörk)

Markmenn:
Elín Jóna Þorsteinsdóttir 18/0
Hafdís Renötudóttir 23/1

Vinstra horn:
Sigríður Hauksdóttir 9/16
Perla Ruth Albertsdóttir 18/23

Vinstri skytta:
Andrea Jacobsen 15/13
Helena Rut Örvarsdóttir 32/69
Lovísa Thompson 17/28

Leikstjórnendur:
Ester Óskarsdóttir 26/19
Eva Björk Davíðsdóttir 30/22
Karen Knútsdóttir 95/336

Hægri skytta:
Thea Imani Sturludóttir 33/45
Rut Jónsdóttir 89/184

Hægra horn:
Díana Dögg Magnúsdóttir 15/15
Þórey Rósa Stefánsdóttir 99/288

Línumenn:
Arna Sif Pálsdóttir 147/267
Steinunn Björnsdóttir 28/14

Starfsfólk:
Axel Stefánsson, þjálfari
Óskar Bjarni Óskarsson, aðstoðarþjálfari
Þorbjörg Jóhanna Gunnarsdóttir, liðsstjóri
Ágústa Sigurjónsdóttir, sjúkraþjálfari
Særún Jónsdóttir, sjúkraþjálfari Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.