Íslenski boltinn

Pepsi Max-mörk kvenna: Furðuðu sig á fjarþjálfun Jóns Óla

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Það var heldur einmanalegt hjá Jóni Óla Daníelssyni, þjálfara ÍBV, í stúkunni á Meistaravöllum.
Það var heldur einmanalegt hjá Jóni Óla Daníelssyni, þjálfara ÍBV, í stúkunni á Meistaravöllum. mynd/stöð2sport

Sérfræðingar Pepsi Max-marka kvenna furðuðu sig á því að Jón Óli Daníelsson, þjálfari ÍBV, hafi verið uppi í stúku á meðan leik liðsins gegn KR á þriðjudaginn stóð. KR vann leikinn, 1-2.

Jón Óli var ekki skráður á leikskýrslu og fylgist með leiknum úr stúkunni á Meistaravöllum. Hann í sambandi við sína aðstoðarmenn í gegnum síma.

„Ég hlustaði á viðtal við Jón Óla þar sem hann útskýrði þetta. Þegar hann var að aðstoða Kristján Guðmundsson [með karlalið ÍBV] að leikgreina var hann uppi í stúku og fannst hann sjá leikinn betur þar,“ sagði Mist Rúnarsdóttir í Pepsi Max-mörkum kvenna í gær.

„En þegar þú ert aðalþjálfari er hlutverkið allt annað. Þú þarft að vera í sambandi við liðið þitt og í góðri tengingu til að gefa orku frá þér og stýra. Hann gerir það klárlega ekki einn í kaldri stúkunni.“

Ásthildur Helgadóttir tók í sama streng og Mist og botnaði lítið í þessari þjálfunaraðferð Jóns Óla.

„Mér finnst þetta mjög undarlegt,“ sagði Ásthildur. „Það er líka bara mikilvægt að hann kalli inn á hvetjandi skilaboð eða eitthvað sem má betur fara.“

ÍBV hefur tapað þremur leikjum í röð og er í 8. sæti Pepsi Max-deildar kvenna eftir fjórar umferðir.

Innslagið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Pepsi Max-mörk kvenna: Fjarþjálfun Jóns Óla


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.