Fótbolti

Arnór Ingvi á toppnum í Svíþjóð og mikilvægur sigur Árna í Úkraínu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arnór Ingvi fagnar marki með Malmö.
Arnór Ingvi fagnar marki með Malmö. vísir/getty
Arnór Ingvi spilaði fyrstu 68 mínúturnar er Malmö rúllaði yfir Eskilstuna, 5-0, í sænsku úrvalsdeildinni.

Guillermo Molins kom Malmö yfir á 26. mínútu og Marcus Antonsson tvöfaldaði forystuna í upphafi síðari hálfleiks. Guillermo skoraði annað mark sitt og þriðja mark Malmö á 65. mínútu.

Sören Rieks skoraði fjórða markið á 71. mínútu áður en að Anders Christiansen skoraði fimmta og síðasta mark Malmö níu mínútum fyrir leikslok. Lokatölur 5-0.

Malmö er á toppi deildarinnar með 24 stig en þeir eru með sjö sigra í fyrstu ellefu leikjunum. Eskilstuna er í næst neðsta sætinu.

Í Úkraínu spilaði Árni Vilhjálmsson í 65 mínútur er Chornomorets vann 2-1 sigur á Vorskla Poltava í fall umspilinu í Úkraínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×