Fótbolti

Arnór Ingvi á toppnum í Svíþjóð og mikilvægur sigur Árna í Úkraínu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arnór Ingvi fagnar marki með Malmö.
Arnór Ingvi fagnar marki með Malmö. vísir/getty

Arnór Ingvi spilaði fyrstu 68 mínúturnar er Malmö rúllaði yfir Eskilstuna, 5-0, í sænsku úrvalsdeildinni.

Guillermo Molins kom Malmö yfir á 26. mínútu og Marcus Antonsson tvöfaldaði forystuna í upphafi síðari hálfleiks. Guillermo skoraði annað mark sitt og þriðja mark Malmö á 65. mínútu.

Sören Rieks skoraði fjórða markið á 71. mínútu áður en að Anders Christiansen skoraði fimmta og síðasta mark Malmö níu mínútum fyrir leikslok. Lokatölur 5-0.

Malmö er á toppi deildarinnar með 24 stig en þeir eru með sjö sigra í fyrstu ellefu leikjunum. Eskilstuna er í næst neðsta sætinu.

Í Úkraínu spilaði Árni Vilhjálmsson í 65 mínútur er Chornomorets vann 2-1 sigur á Vorskla Poltava í fall umspilinu í Úkraínu.



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.