Handbolti

Daníel Örn í KA

Anton Ingi Leifsson skrifar
Daníel handsalar samninginn.
Daníel handsalar samninginn. mynd/ka

Daníel Örn Griffin hefur skrifað undir tveggja ára samning við KA og leikur því með liðinu í Olís-deild karla á næstu leiktíð.

Daníel Örn var samningslaus eftir tímabilið eftir að hafa nýtt sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við ÍBV þar sem hann hefur spilað undanfarin ár.

Hann varð í liði Eyjamanna tímabilið 2017/2018 sem varð þefaldur meistari en var þó í engu lykilhlutverki í því liði. Hann hefur einnig verið í yngri landsliðum Íslands.

KA endaði í níunda sæti Olís-deildarinnar á liðnu tímabili en þeir voru nýliðar í deildinni. Þjálfarar liðsins eru þeir Stefán Árnason og Jónatan Magnússon.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.