Erlent

Hvirfilbylur varð tveimur að bana

Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar
Skemmdir eftir að hvirfilbylur reið yfir Oklahoma.
Skemmdir eftir að hvirfilbylur reið yfir Oklahoma. getty/J Pat Carter

Minnst tveir eru látnir eftir að hvirfilvindur reið yfir El Reno borg í Oklahoma ríki í Bandaríkjunum. Hann reif upp hótel og olli miklum skemmdum í hjólhýsagarði segir í tilkynningu frá yfirvöldum. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC.

Hvirfilvindurinn reið yfir suð-austurhluta borgarinnar á ellefta tímanum í gærkvöldi að staðartíma.

Matt White, borgarstjóri El Reno sagði að nokkrir einstaklingar væru á sjúkrahúsi í aðhlynningu og að björgunaraðgerðir væru enn í gangi.

Hann lýsti skemmdunum eftir hvirfilvindinn sem „frekar átakanlegum.“

Á blaðamannafundi á laugardag hvatti White fólk til að halda sig frá svæðinu, þar sem húsnæði fyrirtækja höfðu skemmst.

Hann sagði að yfirvöld myndu birta frekari upplýsingar um hverjir hefðu látið lífið eftir að nánustu ættingjar verði látnir vita.

Hann gaf ekki upp nánari upplýsingar um það hve margir hefðu særst, en sagði að „einhverjir væru alvarlega særðir.“

„El Reno hefur orðið fyrir miklum áföllum síðustu tvær vikurnar vegna mikilla flóða,“ bætti White við, þegar hann hvatti fólk til að biðja fyrir þeim sem hefðu orðið fyrir áfalli.

Varað hefur verið ofsaveðri á nokkrum svæðum í Oklahoma.

Atvikið í gær fylgir vikulöngum hvirfilbyljum, ofsafengnu regni og flóðum í suður ríkjunum og mið-vestur ríkjunum.

Öfgaveðrið hefur orðið minnst níu manns að bana á svæðinu.

Richard Stevens, lögreglustjóri í El Reno sagði atburði laugardagskvöldsins hafa „verið óheppilegt dæmi um það hversu hratt svona stormar geta þróast úr einföldu þrumuveðri yfir í hvirfilbyli sem geti valdið dauðsföllum.“

Sérfræðingar frá ríkisveðurstöðinni hafa flokkað hvirfilbylinn sem EF2 á Fujita skalanum, sem þýðir að vindhraðinn hafi verið að minnsta kosti 178 km/klst.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.