Enski boltinn

Man Utd minntist þrennunnar á viðeigandi hátt

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Þessi mynd yljar stuðningsmönnum Man Utd líklega um hjartarætur
Þessi mynd yljar stuðningsmönnum Man Utd líklega um hjartarætur vísir/getty
Það var mikið um dýrðir á Old Trafford í gær þó leikmenn Manchester United séu komnir í sumarfrí eftir vonbrigðatímabil því eitt allra besta lið í sögu félagsins kom saman og lék góðgerðarleik í tilefni af 20 ára afmæli þrennunar ótrúlegu sem liðið vann 1999.

Andstæðingurinn í góðgerðaleiknum var Bayern Munchen enda áttust þessi lið við í einum sögufrægasta leik fótboltans í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu árið 1999.

Ole Gunnar Solskjær, núverandi stjóri Man Utd og hetjan frá 1999, hóf leik á varamannabekknum en var skipt inn fyrir Andy Cole á 1.mínútu. Það var svo að sjálfsögðu Norðmaðurinn sem skoraði fyrsta mark leiksins eftir 5 mínútna leik en liði Man Utd var að sjálfsögðu stýrt af Sir Alex Ferguson.

Fór að lokum svo að goðsagnalið Man Utd vann stórsigur á goðsögnum Bayern Munchen þar sem þeir Dwight Yorke, Nicky Butt, Louis Saha og David Beckham bættu við mörkum áður en yfir lauk en hvorki fleiri né færri en 61.175 áhorfendur mættu á leikinn.

Manchester United: Schmeichel (c) (van der Gouw 34, Pilkington 74); G. Neville, Stam (Brown 68), Johnsen (Berg 79), Irwin (Silvestre 57); Beckham, Butt, Scholes (Greening 59), Blomqvist (Poborsky 46); Yorke (Saha 41), Cole (Solskjaer 1, Sheringham 26, May 79). 

Bayern Munchen: Butt; Witecek, Demichelis, Matthaus (c), Ottl; Ze Roberto, Effenberg, Paulo Sergio, Olic; Makaay, Elber.

Varamenn: Henke, Dreher, Babbel, Kuffour, Tarnat, Fink, Jancker, Augenthaler, Pflugler, van Buyten, Nerlinger, Sternkopf, Schupp, Witeczek, Toni, Lakies 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×