Erlent

Ósátt við fána ESB við ráðhús í Frederiksberg

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Pia Kjærsgaard á Íslandi sumarið 2018.
Pia Kjærsgaard á Íslandi sumarið 2018. Fréttablaðið/Anton Brink

Forseti Folketinget, þjóðþings Dana, Pia Kjærsgaard, gagnrýndi í gær að fáni Evrópusambandsins væri dreginn að húni við ráðhúsið í Fred­eriksberg þar sem var kjörstaður fyrir kosningar til Evrópuþingsins.

„Þau ráða þessu sjálf en mér finnst þetta ekki skynsamleg ákvörðun,“ sagði Kjærsgaard í viðtali við fréttastofu Danmarks Radio. „Því mér finnst að ESB-fáninn aðskilji á meðan Dannebrog [danski þjóðfáninn] sameinar. Og það eru Danir sem ganga til kosninga í dag.“

Kjærsgaard, sem er andstæðingur aðildar Danmerkur að Evrópusambandinu, sagði að vissulega væri um ESB-kosningar að ræða. „En það sem þetta snýst um fyrir marga – og mig – er meiri Danmörk og minna ESB. Það má segja að það sé dálítið djarft að flagga ESB-fánanum,“ sagði þingformaðurinn við DR.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.