Erlent

Trump sækir nýjan Japanskeisara heim

Andri Eysteinsson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa
Tekið var á móti Trump með hátíðlegri viðhöfn.
Tekið var á móti Trump með hátíðlegri viðhöfn. Getty/Pool
Donald Trump Bandaríkjaforseti varð í morgun fyrsti þjóðhöfðingi heims sem hittir nýkrýndan Japanskeisara, Naruhito, í opinberri heimsókn.

Trump er ásamt fylgdarliði í fjögurra daga heimsókn til Japan og tóku keisarinn Naruhito og keisaraynjan Masako á móti forsetanum í Keisarahöllinni í Tokyo. Trump sagði eftir fundinn að honum hefði hlotnast mikill heiður, en Naruhito tók við keisaratigninni í byrjun maí eftir að faðir hans, Akihito sagði af sér embætti.

Akihito var fyrsti Japanskeisarinn sem gerir slíkt í margar aldir í Japan.

Í gær hitti Trump Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, en samskipti við Bandaríkin eru Japönum afar mikilvæg, viðskiptalega og hernaðarlega. Nú er í smíðum nýr tvíhliða viðskiptasamningur á milli landanna.


Tengdar fréttir

Japanskeisari afsalar sér völdum

Valdaskipti verða í Japan á miðnætti. Þá tekur Naruhito krónprins við keisaraembættinu af öldruðum föður sínum, Akihito.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×