Íslenski boltinn

Pepsi Max-mörkin: Bjarni lét bekkinn hjá Víkingi hafa það óþvegið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rúnar reynir að róa Bjarna niður.
Rúnar reynir að róa Bjarna niður.

Bjarna Guðjónssyni, aðstoðarþjálfara KR, var ansi heitt í hamsi í leik Víkings og KR um helgina og þurfti aðalþjálfari liðsins, Rúnar Kristinsson, að róa hann niður.

Bjarni snöggreiddist er leikmaður KR lá meiddur á vellinum og þeir spörkuðu boltanum út af. Víkingarnir voru lítið að spá í því heldur tóku innkast og reyndu að bruna í sókn.

Þorvaldur Örlygsson, sérfræðingur Pepsi Max-markanna, gaf lítið fyrir þessa reiði KR-inga enda væri það dómarinn sem ætti að stöðva leikinn en ekki Víkingar.

Sjá má upphlaup Bjarna og umræðuna hér að neðan.


Klippa: Pepsi Max-mörkin: Bjarni lætur Víkinga heyra það


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.