Sport

Aftur vekur klæðnaður Serenu á Opna franska mikið umtal

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Serena hitaði upp í síðum jakka en var svo í hefðbundnari klæðnaði er leikurinn hófst.
Serena hitaði upp í síðum jakka en var svo í hefðbundnari klæðnaði er leikurinn hófst. vísir/getty

Það muna flestir eftir kattarbúningnum sem Serena Williams mætti í til Frakklands fyrir ári síðan. Sá klæðnaður vakti mikið umtal og hún ákvað því að mæta aftur í einhverju nýju og frumlegu á Opna franska.

Serena lagði Vitalia Diatchenko í fyrstu umferð mótsins en þurfti að hafa fyrir því. Hún tapaði fyrsta settinu, 2-6, en kom til baka og vann næstu tvö sett nokkuð sannfærandi.

Það var aftur á móti lítið talað um leikinn og meira var talað um klæðnaðinn. Hún var gagnrýnd af mótshöldurum fyrir að mæta í kattarbúningnum í fyrra og sú gagnrýni fór ekki vel í heimsbyggðina.

Serena auglýsti á Instagram að von væri á einhverju nýju en hún var þó ekki í kjól eins og á Instagram-myndinni.


 
 
 
View this post on Instagram
Let the Roland Garros begin. Here is my French Open look designed by @virgilabloh and @nike.
A post shared by Serena Williams (@serenawilliams) on


Það var samt klæðnaður í anda kjólsins. Á klæðnaðinum má svo finna orðin: „Móðir, meistari, drottning og gyðja“.

Keppnisklæðnaður Serenu. vísir/getty


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.