Innlent

Mal­bikunar­fram­kvæmdir víðs vegar á höfuð­borgar­svæðinu í dag

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Ökumenn ættu að vera vakandi fyrir malbikunarframkvæmdum í dag.
Ökumenn ættu að vera vakandi fyrir malbikunarframkvæmdum í dag. vísir/vilhelm
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vekur athygli á Facebook-síðu sinni á ýmsum malbikunarframkvæmdum sem fram undan eru í dag.

Meðal annars er stefnt að því að fræsa á Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði, það er á kaflanum á milli Hjallahrauns og fram yfir gatnamót við Flatahraun/Hraunbrún. Annarri akreininni verður lokað í einu. Áætlað er að þessu verði lokið um hádegi.

Þá er áformað að malbika á Vífilsstaðavegi, frá hringtorgi við Vífilsstaði og að Vetrarbraut. Ætti því að vera lokið um tvöleytið.

Upp úr hádegi er síðan ráðgert að fræsa annars staðar á Vífilsstaðavegi, það er á milli Litlatúns og Kirkjulundar og verður annarri akreininni lokað í einu. Er áætla að þessari vinnu ljúki klukkan 16.

Að lokum er á dagskrá að fræsa einnig í Gullengi í Grafarvogi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×