Hægt að panta Hatara kaffi í blaðamannahöllinni

Ný styttist heldur betur í stóru stundina hér í Tel Aviv en Hatari fer á sviðið rétt fyrir átta í kvöld og er Ísland 13. atriði á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision.
Stemningin í blaðamannahöllinni er orðinn rosalega í Tel Aviv og gekk æfing Hatara algjörlega samkvæmt áætlun fyrr í dag.
Í blaðamannahöllinni er hægt að panta sér kaffi með mynd af Hatara í froðunni.
Heldur betur vel heppnað hjá fyrirtækinu My Heritage sem er í raun sambærilegt við Íslenska erfðagreiningu okkar Íslendinga.
Um er að ræða aðalstyrktaraðila keppninnar sem býður upp á ókeypis DNA próf. Blaðamaður hefur ekki gefið sér tíma til að gangast undir prófið enn sem komið er.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.