Erlent

Borgar­stjóri New York staðfestir framboð sitt

Samúel Karl Ólason skrifar
Bill de Blasio, borgarstjóri New York.
Bill de Blasio, borgarstjóri New York. Vísir/Getty
Bill de Blasio, borgarstjóri New York borgar, hefur staðfest að hann ætli að bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. Hann bætist þar með í gífurlega stóran hóp frambjóðenda flokksins. Frambjóðendurnir eru nú 23.

Fregnir bárust af þessari ákvörðun hans í gær en New York Times segir að de Blasio hafi tekið þessa ákvörðun í trássi við ráðleggingar ráðgjafa sinna. Þá sýndi nýleg könnun að 76 prósent íbúa New York töldu hann ekki eiga að bjóað sig fram.



Sjá einnig: Borgar­stjóri New York setur stefnuna á Hvíta húsið



Það hefur aldrei gerst að sitjandi borgarstjóri hafi verið kjörinn í embætti forseta og de Blasio kemur seint inn í kapphlaupið. Fyrstu viðbrögð blaðamanna og sérfræðinga ytra eru að hann eigi ekki mikinn séns á því að ná kjöri.

De Blasio hefur þó ekki gefið mikið fyrir gagnrýnisraddir og segist telja að skilaboð sín um að berjast gegn ójöfnuðu muni ná til hefðbundinna Bandaríkjamanna.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×