Sport

Katrín Tanja, Anníe Mist og Sara keppa á móti hver annarri í Ohio um helgina: „Loksins keppni“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Annie Mist, Katrín Tanja, Björgvin og Sara.
Annie Mist, Katrín Tanja, Björgvin og Sara. Fréttablaðið

Þrjár íslenskar CrossFit drottningar verða í sviðsljósinu í Bandaríkjunum um helgina þegar þær taka þátt í Rogue boðsmótinu í CrossFit.

Þetta eru þær Katrín Tanja Davíðsdóttir, Anníe Mist Þórisdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir sem allar hafa tryggt sér farseðil á heimsleikana í haust.

Þessar þrjár bestu CrossFit konur Íslands í dag voru ekki með á CrossFit mótinu í Reykjavík fyrr í þessum mánuði og það er langt síðan að þær kepptu á sterku móti eins og þessu.

Rogue boðsmótið fer fram í Columbus í Ohio-fylki og keppnin fer fram á laugardag og sunnudag.

Katrín Tanja varð fyrst Íslendinga til að tryggja sér sæti á heimsleikunum þegar hún vann „Fittest in Cape Town“ CrossFit mótið sem fór fram í Höfðaborg í Suður-Afríku um mánaðarmótin janúar til febrúar.

Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur ekki keppt á móti síðan þá og er orðin spennt fyrir að keppa á ný eins og sjá má á Instagram síðu hennar hér fyrir neðan.


 
 
 
View this post on Instagram
5 days It’s finally competition week.  // @rogueinvitational
A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) onÁ Rogue Invitational mótinu eru saman komin besta CrossFit fólk heims í dag og þetta verður því svakaleg keppni. Það verður gaman að sjá hvernig okkar konum gengur í keppni við þær bestu í heimi og mótið gæti gefið ákveðin fyrirheit fyrir heimsleikana í ágúst.

Meðal keppenda eru Tia-Clair Toomey, sem hefur unnið heimsleikana tvö síðustu ár og Laura Horváth sem endaði í öðru sæti í fyrra. Þar eru líka Kari Pearce, Kristin Holte, Brooke Wells og Kristi Eramo sem voru með Katrínu Tönju og Söru Sigmundsdóttir meðal átta efstu á heimsleikunum í fyrra.

Margir af bestu körlum heims taka einnig þátt eins og Mathew Fraser, Patrick Vellner, Lukas Högberg, Noah Ohlsen, Cole Sager og Rasmus Andersen sem voru allir meðal átta efstu á heimsleikunum í fyrra. Björgvin Karl Guðmundsson náði þar fimmta sætinu en hann er ekki með í mótinu.

Tengdar fréttir

„Þú ert Katrín F-in Davíðsdóttir“

Hún er tvöfaldur meistari á heimsleikunum í CrossFit en segist ekki geta verið án tveggja manna í baráttu sinni fyrir því að verða aftur hraustasta kona heims.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.