Enski boltinn

City sagt ætla taka slaginn við Barcelona um Griezmann

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Griezmann er á leið burt.
Griezmann er á leið burt. vísir/getty
Manchester City er sagt í spænska íþróttablaðinu Sport ætla taka slaginn við Barcelona um franska landsliðsmanninn Antoine Griezmann.

Frakinn hefur gefið út að hann er á leið frá Atlético Madríd í sumar en Griezmann hefur verið einn besti leikmaður heims undanfarin ár og er gríðarlega eftirsóttur.

Samkvæmt frétt Sport á Spáni er City tilbúið að reiða fram 108 milljóna punda riftunarverð hans en komi svo hátt tilboð getur Atlético ekki hafnað því. Atlético er meira að segja sagt líklegt til að vilja frekar selja Griezmann til City til að losna við hann úr deildinni.

Fjölmiðlar í Katalóníu eins og Catalunya Radio halda því aftur á móti fram að Barcelona sé búið að tryggja sér þjónustu Griezmanns og að fyrirliði Ajax, Matthijs de Ligt, verði tilkynntur sem leikmaður liðsins á næstu dögum.

Atlético er svo sagt ætla að fylla í skarð Griezmanns með Alexandre Lacazette, framherja Arsenal, sem hefur einnig verið orðaður við Barcelona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×