Handbolti

Daníel: Sem betur fer söng hann í netinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Daníel Þór skoraði markið sem tryggði Haukum sigur á Selfossi.
Daníel Þór skoraði markið sem tryggði Haukum sigur á Selfossi. vísir/daníel

Daníel Þór Ingason skoraði sigurmark Hauka gegn Selfossi í leik tvö í úrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta þegar leiktíminn var að renna út í Hleðsluhöllinni á Selfossi. Lokatölur 26-27, Haukum í vil.

„Þetta var virkilega mikilvægur sigur. Það var gott að koma hérna á Selfoss og taka sigur. Núna er þetta aftur orðið að einvígi,“ sagði Daníel eftir sigurinn mikilvæga. Staðan í einvíginu er nú jöfn, 1-1.

„Við þurftum að vinna þennan leik. Ef við hefðum tapað hefðum við lent 2-0 undir og komnir í virkilega erfiða stöðu. En við sýndum styrk okkar í dag og komum til baka.“

Daníel skoraði sigurmark Hauka á lokaandartökum leiksins. Haukar fengu aukakast út við hliðarlínu, tóku það hratt og var Daníel búinn að koma boltanum í netið áður en menn höfðu blikkað augum.

„Heimir [Óli Heimisson] sá mig, sendi á mig og ég skaut. Það var svo lítið eftir og sem betur fer söng boltinn í netinu,“ sagði Daníel.

„Bara negla á markið. Það var það eina sem ég hugsaði um.“

Leikur þrjú fer fram í Schenkerhöllinni í Hafnarfirði á sunnudaginn.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.