Handbolti

Daníel: Sem betur fer söng hann í netinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Daníel Þór skoraði markið sem tryggði Haukum sigur á Selfossi.
Daníel Þór skoraði markið sem tryggði Haukum sigur á Selfossi. vísir/daníel
Daníel Þór Ingason skoraði sigurmark Hauka gegn Selfossi í leik tvö í úrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta þegar leiktíminn var að renna út í Hleðsluhöllinni á Selfossi. Lokatölur 26-27, Haukum í vil.

„Þetta var virkilega mikilvægur sigur. Það var gott að koma hérna á Selfoss og taka sigur. Núna er þetta aftur orðið að einvígi,“ sagði Daníel eftir sigurinn mikilvæga. Staðan í einvíginu er nú jöfn, 1-1.

„Við þurftum að vinna þennan leik. Ef við hefðum tapað hefðum við lent 2-0 undir og komnir í virkilega erfiða stöðu. En við sýndum styrk okkar í dag og komum til baka.“

Daníel skoraði sigurmark Hauka á lokaandartökum leiksins. Haukar fengu aukakast út við hliðarlínu, tóku það hratt og var Daníel búinn að koma boltanum í netið áður en menn höfðu blikkað augum.

„Heimir [Óli Heimisson] sá mig, sendi á mig og ég skaut. Það var svo lítið eftir og sem betur fer söng boltinn í netinu,“ sagði Daníel.

„Bara negla á markið. Það var það eina sem ég hugsaði um.“

Leikur þrjú fer fram í Schenkerhöllinni í Hafnarfirði á sunnudaginn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×