Enski boltinn

Everton borgaði laun starfsfólks Bolton

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Everton hefur rétt Bolton Wanderers hjálparhönd í fjárhagsvandræðum félagsins.
Everton hefur rétt Bolton Wanderers hjálparhönd í fjárhagsvandræðum félagsins. vísir/getty

Everton hefur greitt vikulaun starfsfólks Bolton Wanderers sem hefur ekki enn fengið greidd laun vegna fjárhagsvandræða félagsins.

Bolton var sett í greiðslustöðvun fyrr í þessum mánuði og starfsfólk félagsins hefur ekki fengið greidd laun í margar vikur.

Bolton féll úr ensku B-deildinni í vor og hefur væntanlega leik í C-deildinni meðan tólf stig í mínus á næsta tímabili. Vandræði Bolton eru svo mikil að það gaf einn leik í B-deildinni á tímabilinu vegna verkfalls leikmanna liðsins.

Bolton lék í ensku úrvalsdeildinni á árunum 2001-12 og náði á þeim tíma Evrópusæti og komst í úrslitaleik deildabikarsins.

Síðustu ár hefur hallað undan fæti hjá Bolton sem er í afar erfiðri stöðu í dag.


Tengdar fréttir

Bolton getur ekki borgað laun en setti á fót matarsöfnun

Veturinn hefur verið erfiður fyrir Bolton Wanderers, innan sem utan vallar. Starfsfólk félagsins hefur ekki fengið greidd laun fyrir vinnu í aprílmánuði og nú hefur félagið sett upp matarsöfnun fyrir starfsfólk sitt.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.