Körfubolti

Tap hjá Hauki í lokaumferðinni

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Haukur Helgi Pálsson
Haukur Helgi Pálsson vísir/getty

Haukur Helgi Pálsson og félagar í Nanterre 92 töpuðu fyrir Elan Bearnais í lokaumferð frönsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta í kvöld.

Nanterre var öruggt með sæti í úrslitakeppninni fyrir lokaumferðina en ekki var klárt í hvaða sæti liðið yrði.

Heimamenn í Nanterre byrjuðu leikinn betur og leiddu 44-41 í hálfleik. Gestirnir voru hins vegar sterkari í þeim síðari og unnu leikinn 82-74.

Haukur Helgi skoraði 10 stig fyrir Nanterre og var með stigahæstu mönnum.

Úrslit lokaumferðarinnar þýða að Nanterre endar í fjórða sæti í deildinni. Elan Bearnais endar í því fimmta og því munu þessi lið mætast í 8-liða úrslitunum í úrslitakeppninni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.